Beint í efni

Hvað kostar kjarnfóðrið í Danmörku?

20.03.2009

Eins og fram kom hér á síðunni um daginn, lækkaði SS verð á fóðri í sl. mánuði. Fyrirtækið flytur inn kjarnfóðurblöndur frá DLG í Danmörku. Landssamband kúabænda hefur kannað verð á þremur af þeim blöndum sem SS flytur inn og er niðurstaðan í töflunni hér að neðan. Annars vegar er borið saman listaverð til bænda hjá DLG í Danmörku og SS, hins vegar verð með mesta afslætti. Þess ber einnig að geta að í Danmörku er flutningur fóðursins heim á búið innifalinn í verðinu en íslenskir bændur þurfa að greiða hann sérstaklega. Þegar þessi samanburður er skoðaður er einkum tvennt sem kemur í hugann:

  1. Hvernig stendur á því að fóðurverðið nær tvöfaldast við flutning til Íslands?
  2. Í Danmörku er nautaeldisfóðrið til muna ódýrara en kúafóðrið. Hér á landi er þessu öfugt farið. Hvað veldur?

Í frétt mbl.is frá 27. janúar 2007 sagðist forstjóri SS ætla að bjóða bændum upp á 10-20% lægra verð á kjarnfóðri en þeir ættu kost á. Sú hefur ekki verið raunin til þessa, LK skorar á SS að standa nú við stóru orðin.

  

Fóðurtegund

DLG – listaverð dkk

DLG – listaverð isk

SS -listaverð isk

DLG – afsláttarverð dkk

DLG – afsláttarverð isk

SS – afsláttarverð isk

Malko Lac Græs 1.467,50 30.392 59.355 1.397,00 28.942 55.201
Malko Lac III 1.580,00 32.721 59.786 1.510,00 31.272 55.601
Grønkalv slut 1.350,00 27.958 67.844 1.280,00 26.508 63.904
Gengi dkk 20. mars 2009

20,71

Tilgreint er verð pr. tonn fóðurs