Beint í efni

Húsfyllir á fyrirlestri um Matvælaframleiðslu morgundagsins

19.10.2011

Húsfyllir var á fyrirlestri Julians Cribb fyrr í vikunni og haldinn var í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirlesturinn bar yfirskriftina Matvælaframleiðsla morgundagsins og í fyrirlestri sínum fór Cribb yfir þær miklu ákskoranir sem felast í því að brauðfæða ört fjölgandi mannkyn með minnkandi vatni, þverrandi olíu, við landeyðingu og efnahagslega örðuleika auk annars. Auk Cribb voru margir hérlendir sérfræðingar með innlegg einnig.

 

Mikill áhugi var á fyrirlestrinum og komu fundarmenn fram með fjölda áhugaverðra spurninga þegar orðið var gefið laust. Fyrirlestur Cribbs, sem var haldinn í samstarfi Bændasamtakanna, Landbúnaðarháskólans, Landgræðslunnar og Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, var tekinn upp og má nálgast hann á vef Bændasamtakanna, bondi.is eða hér
 

Þá má nálgast þær glærur sem Cribb studdist við hér.

Að síðustu má svo nálgast umræður sem urðu eftir fyrirlesturinn hér.

 

/SS