Beint í efni

HUPPA komin í lag

08.08.2008

HUPPA, skýrsluhaldskerfi í nautgriparækt, komst í lag um helgina eftir að hafa legið niðri í smátíma vegna álags. Yfir 100 kúabændur eru komnir með aðgang að HUPPU og þess vegna hefur álagið á kerfið farið sívaxandi í sumar. Samkvæmt upplýsingum tölvudeildar er verið að fara yfir helstu þætti sem geta haft áhrif á hraða kerfisins en alltaf megi búast við ýmsum hnökrum við ný tölvukerfi þegar notendum fjölgar ört og umfang gagna eykst.

Notendur eru beðnir um að sýna þolinmæði og hafa samband við tölvudeild ef vandamál koma upp (tolvudeild@bondi.is).