
Hrúturinn Grábotni gaf flesta sæðisskammta í ár
21.12.2011
Nú er vertíðinni lokið á sauðfjársæðingastöðvunum en síðasti sæðistökudagurinn var í dag á báðum stöðvunum. Undanfarin ár hafa um 800 bændur nýtt sér sauðfjársæðingar að einhverju leyti. Fyrir ári síðan voru sæddar tæplega 30.000 ær eða rétt innan við 10% af öllu ásettu fé í landinu.
Séu hins vegar skoðaðar tölur fyrir þau bú sem nota sæðingar reglulega og eru jafnframt með fé sitt í skýrsluhaldi þá eru á þessum búum um 60% af öllu fé í landinu og verið að sæða 12,5% af öllum ám á þeim búum. Það er hins vegar breytilegt eftir búum hversu hátt hlutfall er sætt en á síðasta ári voru 70 bú sem sæddu meira en 30% af ásettum kindum.
Alls 44 þúsund skammtar
Á yfirstandandi vertíð voru alls sendir út sæðisskammtar í 44.000 ær sem miðað við svipaða nýtingu og undanfarin ár gerir rúmlega 30.000 ær sæddar. Mest sæði var sent úr Grábotna 06-833, eða tæplega 2.600 skammtar. Á þeim þremur árum sem Grábotni hefur verið á stöð er því búið að senda frá honum 7.500 sæðisskammta.
Mesta útsendingu þetta árið fengu:
Hyrndir hrútar:
Grábotni 06-833: 2.600 skammtar
Snævar 10-875: 2.350 skammtar
Gosi 09-850: 1.970 skammtar
Blakkur 07-865: 1.855 skammtar
Púki 06-807: 1.760 skammtar
Hergill 08-870: 1.715 skammtar
Borði 08-838: 1.700 skammtar
Sokki 07-835: 1.680 skammtar
Seiður 09-874: 1.670 skammtar
Prófastur 06-864: 1.365 skammtar
Kollóttir hrútar:
Dalur 09-861: 1.990 skammtar
Sigurfari 08-860: 1.500 skammtar
Ljúfur 08-857: 1.440 skammtar
Steri 07-855: 1.400 skammtar
Svali 10-862: 1.000 skammtar

Grábotni getur verið stoltur enda atkvæðamikill hrútur í ár. Mynd af Facebook-síðu eigandans, Daða Lange Friðrikssonar.
Séu hins vegar skoðaðar tölur fyrir þau bú sem nota sæðingar reglulega og eru jafnframt með fé sitt í skýrsluhaldi þá eru á þessum búum um 60% af öllu fé í landinu og verið að sæða 12,5% af öllum ám á þeim búum. Það er hins vegar breytilegt eftir búum hversu hátt hlutfall er sætt en á síðasta ári voru 70 bú sem sæddu meira en 30% af ásettum kindum.
Alls 44 þúsund skammtar
Á yfirstandandi vertíð voru alls sendir út sæðisskammtar í 44.000 ær sem miðað við svipaða nýtingu og undanfarin ár gerir rúmlega 30.000 ær sæddar. Mest sæði var sent úr Grábotna 06-833, eða tæplega 2.600 skammtar. Á þeim þremur árum sem Grábotni hefur verið á stöð er því búið að senda frá honum 7.500 sæðisskammta.
Mesta útsendingu þetta árið fengu:
Hyrndir hrútar:
Grábotni 06-833: 2.600 skammtar
Snævar 10-875: 2.350 skammtar
Gosi 09-850: 1.970 skammtar
Blakkur 07-865: 1.855 skammtar
Púki 06-807: 1.760 skammtar
Hergill 08-870: 1.715 skammtar
Borði 08-838: 1.700 skammtar
Sokki 07-835: 1.680 skammtar
Seiður 09-874: 1.670 skammtar
Prófastur 06-864: 1.365 skammtar
Kollóttir hrútar:
Dalur 09-861: 1.990 skammtar
Sigurfari 08-860: 1.500 skammtar
Ljúfur 08-857: 1.440 skammtar
Steri 07-855: 1.400 skammtar
Svali 10-862: 1.000 skammtar

Grábotni getur verið stoltur enda atkvæðamikill hrútur í ár. Mynd af Facebook-síðu eigandans, Daða Lange Friðrikssonar.