Beint í efni

Hrútaskráin 2008-2009 er komin á vefinn

14.11.2008

Hrútaskráin 2008-2009 hefur verið gefin út á vefnum. Prentaða útgáfan mun vera væntanleg í byrjun næstu viku. Í Hrútaskránni er glæsilegur hrútakostur stöðvanna fyrir tímabilið 2008-2009 kynntur. Ritstjóri Hrútaskrárinnar er Guðmundur Jóhannesson. Vert er að benda á að Jón Viðar Jónmundsson, einn af höfundum Hrútaskrárinnar, skrifar í Bændablaðið (20. tbl.) sem kemur út eftir helgi um „Val á sæðingarhrútum“. Þar gefur hann gaum að nokkrum atriðum til að hugleiða í því sambandi. Eftirfarandi eru Hrútaskrár Sauðfjársæðingastöðvar Vesturlands og Sauðfjársæðingastöðvar Suðurlands.