Beint í efni

Hrútar með hæstu einkunnir úr afkvæmarannsóknunum haustið 2008

30.03.2009

Verið er að vinna endanlegan frágang á niðurstöðum afkvæmarannsóknanna haustið 2008 til birtingar á vefnum með umsögnum um hverja rannsókn. Vonir standa til að mögulegt verði að birta það fljótt eftir páska. Á meðan þess er beðið er hér birtur listi yfir þá um það bil 220 afkvæmahópa þar sem hrúturinn fékk 120 eða meira í heildareinkunn fyrir hópinn.

Þegar listinn er skoðaður sést fljótt að synir sæðingastöðvahrútanna gera sig þarna mjög gildandi. Þar eru samt synir þeirra fóstbræðranna Kveiks 05-965 og Rafts 05-966 fyrirferðamestir. Kveikur á þarna samtals 22 syni og Raftur 15 og nokkrir synir hans eru í hópi allra hæstu hrútanna. Þá eru níu synir þeirra hvors, Hyls 01-883 og Lunda 03-945. Sveinungsvíkurhrútarnir Úði 01-912 og Lómur 02-923 eiga hvor fyrir sig sex syni ásamt nágranna sínum Fróða 04-963 frá Hagalandi. Fimm syni þeirra hvors um sig, Týs 02-929 og Bramla 04-952 má þarna sjá. Þá á stór fjöldi hrúta 2-4 syni á þessum lista.

Skoða listann í heild sinni