Beint í efni

Hrossaræktarfundur í Þingborg

02.04.2008

Opinn fundur á vegum Félags hrossabænda og Bændasamtaka Íslands um málefni hrossaræktarinnar verður haldinn í Þingborg fimmtudaginn 3. apríl, kl. 20:30.
Frummælendur á fundinum verða þeir Kristinn Guðnason formaður Félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt og Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ.

Kaffiveitingar í boði Hrossaræktarsamtaka Suðurlands.

Hrossaræktendur og aðrir áhugamenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og fræðast um hvað er á döfinni.

Félag hrossabænda og Bændasamtök Íslands