
Hrossaræktarfundir framundan
02.03.2009
Almennir fundir um málefni hrossaræktarinnar verða á eftirtöldum stöðum á næstu vikum. Frummælendur á fundunum verða Kristinn Guðnason formaður Fagráðs í hrossarækt og Félags hrossabænda og Guðlaugur V. Antonsson landsráðunautur í hrossarækt. Fundirnir eru öllum opnir sem láta sig málefni hrossaræktarinnar varða.
Þriðjudagur 3. mars kl.20:30 Reiðhöllin á Sauðárkróki
Miðvikudagur 4. mars kl. 20:30 Hlíðarbær í Eyjafirði
Fimmtudagur 5. mars kl. 20:30 Gauksmýri í Vestur-Húnavatnssýslu
Mánudagur 9. mars kl. 20:30 Hótelið í Borgarnesi
Þriðjudagur 10. mars kl. 20:30 Reiðhöllin í Víðidal, Reykjavík
Miðvikudagur 11. mars kl. 20:30 Þingborg í Árnessýslu
Mánudagur 16. mars kl. 20:30 Gistiheimilið á Egilsstöðum
Þriðjudagur 17. mars kl. 20:30 Stekkhóll í Hornafirði
Félag hrossabænda og Bændasamtök Íslands