Beint í efni

Hrossaræktarfundir 8. – 10. mars

01.03.2010

Hrossaræktarfundir

 

Í næstu viku verða haldnir eftirtaldir fundir um málefni hrossaræktarinnar.

Fundirnir hefjast kl. 20:30.

 

Mánudaginn 8. mars. Félagsheimili Fáks, Reykajvík.

Þriðjudaginn 9. mars. Hvanneyri, Borgarfirði.

Miðvikudaginn 10. mars. Félagsheimili Sleipnis, Selfossi.

 

Frummælendur verða Kristinn Guðnason formaður Félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt, Sigrún Ólafsdóttir formaður Félags tamningamanna og fulltrúi í fagráði í hrossarækt og Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur Bændasamtaka Íslands.