
Hrossaræktarfundarferð um landið
24.04.2023
Elsa Albertsdóttir ræktunarleiðtogi íslenska hestsins og Nanna Jónsdóttir formaður fagráðs í hrossarækt og deildar hrossabænda Bændasamtaka Íslands fara fundarferð um landið dagana 27. apríl - 4. maí. Farið verður yfir þau mál er við koma hrossaræktinni og tekið samtalið. Hestamenn og hrossaræktendur eru hvattir til að fjölmenna á fundina. Allir velkomnir og tekið verður við skráningum í deildina á fundinum. Vonast er til að sem flestir hafi tök á að mæta.
Fundarstaðir eru eftirfarandi:
Höfn, Stekkhóll - fimmtudaginn 27. apríl kl. 20:00.
Egilsstaðir, Stekkhólmur - föstudaginn 28. apríl kl. 20:00.
Akureyri, reiðhöllin - laugardaginn 29. apríl kl. 12:00, boðið verður upp á súpu.
Sauðárkrókur, Kaffi Krókur- sunnudaginn 30. apríl kl. 12:00, boðið verður upp á súpu.
Vestur-Húnavatnssýsla, Dæli - sunnudaginn 30. apríl kl. 20:00.
Borgarnes, Vindás - miðvikudaginn 3. maí kl. 20:00.
Hella, Gaddstaðaflatir reiðhöll - fimmtudaginn 4. maí kl. 20:00.