Beint í efni

Hringekjumjaltaþjónn DeLaval fékk gullverðlaun EuroTier

05.10.2010

Eins og naut.is hefur greint frá hefur mjaltatækjaframleiðandinn DeLaval markað ákveðin tímamót í mjaltatækni með því að kynna til sögunnar alsjálfvirka hringekju. Nýji hringekjumjaltaþjónninn, sem verður kynntur formlega á landbúnaðarsýningunni EuroTier, hefur vakið svo mikla athygli og er talin svo mikil nýjung að nefnd á vegum stjórnar 

EuroTier hefur nú tilkynnt að DeLaval AMR muni hljóta gullverðlaun sýningarinnar.

 

Ákvörðunin var kynnt um helgina en sýningin verður haldin dagana 16.-19. nóvember nk. í Hanover. Þeir sem þangað fara geta barið gullverðlaunatækið DeLaval AMR aukum í höll 27, bás K47.