Beint í efni

Hrepphólar valið fyrirmyndarbú LK 2018

09.04.2018

Á árshátíð Landssambands kúabænda laugardagskvöldið 7. apríl voru veitt verðlaun fyrir það bú sem þykir til fyrirmyndar á hinum ýmsu sviðum.
Viðurkenningu fyrir Fyrirmyndarbú LK árið 2018 hlaut býlið Hrepphólar í Hrunamannahreppi.

Hjónin Ásta Oddleifsdóttir og Ólafur Stefánsson reka búið ásamt sonum sínum Oddi og Björgvini og tengdadætrum sínum Hrund Pálsdóttur og Jónínu Sif Harðardóttur. Þykir búið til fyrirmyndar í hvívetna svo eftir er tekið.