Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Hrein gólf = færri júgurbólgutilfelli

01.06.2016

Ný hollensk rannsókn, sem grein var frá í tímaritinu Journal of Dairy Science í apríl, gekk út á að skoða áhrif þess að halda rimlum hjá mjólkurkúm hreinum og bera niðurstöðurnar saman við tíðni á júgurbólgu. Alls voru skoðuð 224 fjós í rannsókninni og kom í ljós að þar sem rimlunum er haldið oftar hreinum er tíðni júgurbólgunnar lægri.

 

Lægst reyndist tíðni júgurbólgu í fjósum þar sem rimlarnir voru skafnir sjálfvirkt fjórum sinnum á dag eða oftar en í þessum fjósum var tíðni skráðra júgurbólgutilfella 26. Í fjósum þar sem gólfin voru hreinsuð 1-4 sinnum á dag var tíðnin 29 en þar sem rimlagólfin voru hreinsuð sjaldnar reyndist tíðnin 35. Skýringin á þessum mun er augljós en þar sem rimlar eru oft skafnir eru kýrnar að jafnaði hreinni, sérstaklega klaufirnar. Fyrir vikið berst minna af mykju upp í básana og skilar það sér áfram í minna smitálagi/SS.