Beint í efni

Hraunkot með glæsilegt Íslandsmet í afurðasemi

26.01.2012

Ársuppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar hjá BÍ fyrir 2011 var birt í gær. Þar er helst tíðinda að meðalnyt árskúa á búi Ólafs og Sigurlaugar í Hraunkoti í Landbroti var 8.340 kg sem er glæsilegt Íslandsmet. Fyrra met var sett á búi Daníels Magnússonar í Akbraut í Holtum árið 2008, 8.159 kg mjólkur að jafnaði á árskúna. Nythæsta kýrin var Týra 120 í Hraunkoti en hún mjólkaði 12.144 kg á árinu 2011.

Aðrar niðurstöður eru þær helstar að í árslok 2011 voru 598 bú skráð í skýrsluhaldið, sem er fækkun um 9 frá árslokum 2010. Fjöldi árskúa var 23.417 sem er fækkun um 31 árskú frá árinu áður. Meðalnyt á liðnu ári var 5.436 kg sem er aukning um 94 kg frá síðasta ári. Fituthlutfall var 4,20% (-0,02%) og próteinhlutfall var 3,37 (+0,02%). Meðal bústærð var 38,5 árskýr 2011 en voru 38,6 árið áður. Sem fyrr eru búin stærst í Eyjafirði, 48,5 árskýr en minnst í Suður-Þingeyjarsýslu, 24,7 árskýr. Í töflunni hér að neðan má sjá yfirlit yfir 15 afurðahæstu búin á liðnu ári./BHB

 

Skýrsluhaldari Fjöldi árskúa Afurðir kg mjólkur Fita Prótein
Hraunkot, V-Skaft. Ólafur Helgason 16,5 8.340 kg 4,25% 3,47%
Hóll, Skag. Jón og Hrefna 34,6 7.986 kg 4,15% 3,50%
Kirkjulækur 2, Rang. Eggert Pálsson 42,2 7.811 kg 4,17% 3,55%
Reykjahlíð, Árn. Sveinn Ingvarsson 60,1 7.734 kg 4,07% 3,47%
Syðri-Bægisá, Eyjaf. Helgi Bjarni Steinsson 33,9 7.687 kg 4,59% 3,42%
Ytri-Skógar, Rang. Félagsbúið 21,2 7.669 kg 3,91% 3,37%
Egilsstaðakot, Árn. Elín og Einar 33,6 7.517 kg 4,38% 3,36%
Helluvað 3, Rang. Helluvað ehf 35,2 7.434 kg 4,09% 3,31%
Tröð, Snæf. Steinar Guðbrandsson 25,4 7.383 kg 4,51% 3,39%
Hraunháls, Snæf. Guðlaug og Eyberg 25,7 7.230 kg 4,93% 3,44%
Berustaðir 2, Rang. Egill Sigurðsson 65,4 7.278 kg 4,15% 3,34%
Steinsstaðir 2, Eyjaf. Dreitill ehf 45,8 7.135 kg 4,20% 3,47%
Skriðufell, N-Múl. Lífsval ehf 59,6 7.113 kg 3,91% 3,26%
Dalbær 1, Árn. Arnfríður og Jón Viðar 54,6 7.101 kg 4,33% 3,41%
Gunnbjarnarholt, Árn. Arnar Bjarni og Berglind 103,0 7.083 kg 4,10% 3,44%

 

Skýrsluhaldsvefur BÍ

 

Listi yfir afurðahæstu kýrnar

 

Helstu niðurstöður skýrsluhaldsins 1978-2011