Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Hraunkot með glæsilegt Íslandsmet í afurðasemi

26.01.2012

Ársuppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar hjá BÍ fyrir 2011 var birt í gær. Þar er helst tíðinda að meðalnyt árskúa á búi Ólafs og Sigurlaugar í Hraunkoti í Landbroti var 8.340 kg sem er glæsilegt Íslandsmet. Fyrra met var sett á búi Daníels Magnússonar í Akbraut í Holtum árið 2008, 8.159 kg mjólkur að jafnaði á árskúna. Nythæsta kýrin var Týra 120 í Hraunkoti en hún mjólkaði 12.144 kg á árinu 2011.

Aðrar niðurstöður eru þær helstar að í árslok 2011 voru 598 bú skráð í skýrsluhaldið, sem er fækkun um 9 frá árslokum 2010. Fjöldi árskúa var 23.417 sem er fækkun um 31 árskú frá árinu áður. Meðalnyt á liðnu ári var 5.436 kg sem er aukning um 94 kg frá síðasta ári. Fituthlutfall var 4,20% (-0,02%) og próteinhlutfall var 3,37 (+0,02%). Meðal bústærð var 38,5 árskýr 2011 en voru 38,6 árið áður. Sem fyrr eru búin stærst í Eyjafirði, 48,5 árskýr en minnst í Suður-Þingeyjarsýslu, 24,7 árskýr. Í töflunni hér að neðan má sjá yfirlit yfir 15 afurðahæstu búin á liðnu ári./BHB

 

Skýrsluhaldari Fjöldi árskúa Afurðir kg mjólkur Fita Prótein
Hraunkot, V-Skaft. Ólafur Helgason 16,5 8.340 kg 4,25% 3,47%
Hóll, Skag. Jón og Hrefna 34,6 7.986 kg 4,15% 3,50%
Kirkjulækur 2, Rang. Eggert Pálsson 42,2 7.811 kg 4,17% 3,55%
Reykjahlíð, Árn. Sveinn Ingvarsson 60,1 7.734 kg 4,07% 3,47%
Syðri-Bægisá, Eyjaf. Helgi Bjarni Steinsson 33,9 7.687 kg 4,59% 3,42%
Ytri-Skógar, Rang. Félagsbúið 21,2 7.669 kg 3,91% 3,37%
Egilsstaðakot, Árn. Elín og Einar 33,6 7.517 kg 4,38% 3,36%
Helluvað 3, Rang. Helluvað ehf 35,2 7.434 kg 4,09% 3,31%
Tröð, Snæf. Steinar Guðbrandsson 25,4 7.383 kg 4,51% 3,39%
Hraunháls, Snæf. Guðlaug og Eyberg 25,7 7.230 kg 4,93% 3,44%
Berustaðir 2, Rang. Egill Sigurðsson 65,4 7.278 kg 4,15% 3,34%
Steinsstaðir 2, Eyjaf. Dreitill ehf 45,8 7.135 kg 4,20% 3,47%
Skriðufell, N-Múl. Lífsval ehf 59,6 7.113 kg 3,91% 3,26%
Dalbær 1, Árn. Arnfríður og Jón Viðar 54,6 7.101 kg 4,33% 3,41%
Gunnbjarnarholt, Árn. Arnar Bjarni og Berglind 103,0 7.083 kg 4,10% 3,44%

 

Skýrsluhaldsvefur BÍ

 

Listi yfir afurðahæstu kýrnar

 

Helstu niðurstöður skýrsluhaldsins 1978-2011