Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Hörður Sigurgrímsson í Holti látinn

15.06.2011

Hörður Sigurgrímsson fyrrverandi bóndi í Holti í Flóa og fyrsti formaður Landssambands kúabænda lést þann 9. júní sl. Hann var fæddur þann 29. júní 1924. Hörður rak stórt og myndarlegt kúabú í Holti með bræðrum sínum Jóni og Vernharði, um áratuga skeið. Hann var kjörinn fyrsti formaður Landssamband kúabænda á stofnfundi samtakanna þann 4. apríl 1986. Var til hans leitað að gegna formennsku í LK og til að móta starf samtakanna á miklum umbrotaárum og átakatímum í mjólkurframleiðslunni hér á landi. Nýttust mannkostir hans vel í því umróti. Hann hélt staðfastlega fram afstöðu landssambandsins um málefni kúabænda en átti jafnframt farsælt samstarf við önnur samtök og fyrirtæki bænda. Gegndi hann formennsku til ársins 1989. Hörður var einnig í stjórn Mjólkurbús Flóamanna frá 1973 til 1994, þar af var hann stjórnarformaður fimm síðustu árin. Eftirlifandi eiginkona hans er Anna Guðrún Bjarnardóttir. Landssamband kúabænda sendir fjölskyldu Harðar Sigurgrímssonar innilegustu samúðarkveðjur, með þökkum fyrir gott starf í þágu samtakanna og íslenskra kúabænda.

 

Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri LK.

 

 

Hörður Sigurgrímsson. 1924-2011