Beint í efni

Hópferð bænda til Nýja-Sjálands hafin

16.02.2005

Í gær héldu af landi brott 54 ferðafélagar, flestir bændur, og var ferðinni heitið til Nýja-Sjálands. Flogið var til London og þaðan áfram til Hong Kong þar sem gist verður í eina nótt en ferðinni svo haldið áfram til Auckland í Nýja-Sjálandi. Í ferðinni verða nýsjálenskir bændur heimsóttir m.a. sauðfjár-, kúa-, dádýra-, ávaxta og vínbændur. Þá verða

heimsótt margskonar fyrirtæki í landbúnaði og jafnframt skoðaðar helstu náttúrperlur landsins.

 

Ferðin er skipulögð af Landssambandi kúabænda í samvinnu við Ferðaskrifstofu Vesturlands. Hægt að skoða nánar dagskrá ferðarinnar með því að smella hér.