Beint í efni

Hópferð á Agrómek 2010

13.10.2010

Eins og naut.is hefur áður fjallað um eru framundan margar landbúnaðarsýningar í vetur (sjá frétt frá 13. september með því að smella hér) og munu all margir Íslendingar fara á sumar af þessum sýningum. Naut.is er ekki kunnugt um hópferð á neina af sýningunum, nema á Agromek í lok nóvember. Nú þegar hefur myndast hópur sem mun fara á sýninguna, en ef fleiri vilja slást í hópinn þá er það meira en sjálfsagt.

 

Ráðgert er að fara út til

Kaupmannahafnar mánudaginn 29. nóvember og koma heim aftur mánudaginn 6. desember og endar ferðin á tveggja daga stoppi í Kaupmannahöfn sjálfri (þó hægt að bóka heimferð á föstudeginum 3. desember). Auk þess sem farið verður á sýninguna, verður farið í ýmsar heimsóknir til danskra bænda s.s. með nautgripi, sauðfé, jólatrjáframleiðslu ofl.

 

Áhugasömum er bent á að senda póst á skrifstofa@naut.is til þess að fá frekari upplýsingar, en í lok vikunnar verður lokað fyrir skráningar í ferðina. Það skal tekið strax fram að ferðin er ekki sérhæfð nautgriparæktarferð, þ.e. farið verður í fjölbreyttar heimsóknir til bænda.