Hollvinafélag Landbúnaðarháskólans í undirbúningi
26.01.2011
Á síðasta ári hófst undirbúningsvinna við stofnun Hollvinafélags Landbúnaðarháskóla Íslands en markmið félagsins er að efla og viðhalda tengslum á milli þeirra sem hafa lokið, stundað nám eða starfað við Landbúnaðarháskóla Íslands og/eða þá skóla sem voru fyrirrennarar hans þ.e. Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Bændaskólans á Hvanneyri og Garðyrkjuskóla ríkisins. Tilgangur félagsins er einnig að styðja við og efla starf Landbúnaðarháskóla Íslands.
Fyrir áramót var þess farið á leit við nokkra valinkunna einstaklinga, sem áður stunduðu nám við skólana, að taka þátt í að móta félagið en í hópnum eru Þórólfur Sveinsson, fyrrverandi
formaður LK og bóndi á Ferjubakka II, Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og núverandi framkvæmdastjóri SAM, Erla Bil Bjarnadóttir, garðyrkjustjóri Garðabæjar og dr. Björn Sigurbjörnsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í Landbúnaðarráðuneytinu.
Samkvæmt frétt á heimasíðu skólans er næsta skref undirbúningsnefndarinnar að stofna fulltrúaráð Hollvinafélags LbhÍ, en stofnfundur Hollvinafélagins verður í vor.