Hollenskum mjólkurframleiðendum hefur fækkað um helming
29.04.2004
Á síðustu 10 árum hefur orðið helmingsfækkun á hollenskum mjólkurframleiðendum. Þróunin hefur gengið hratt hérlendis, en einnig erlendis. Uppgjör sem Dairy Industry Newsletter hefur gert, sýnir að hollenskum mjólkurframleiðendum hefur fækkað gríðarlega. Fyrir einungis 10 árum síðan voru 47.000 mjólkurframleiðendur í Hollandi en eru í dag 25.000, þannig að þeir eru næstum því helmingi færri í dag.
Fjöldi kúa er nú 1.478.000 og meðalnytin er 7.342 kg.
Meðalkúabóndinn er með 59 kýr, og uppgjörið sýnir enn fremur að í landinu eru 13 afurðastöðvar með 55 starfsstöðvar og eru innvegin að meðaltali 192.000 tonn af mjólk í hverja þeirra, og er það um 9% aukning miðað við árið 2002.