Beint í efni

Hollenskir kúbændur í góðu jafnvægi!

01.03.2011

Á næstu mánuðum mun nokkur hópur hollenskra kúabænda taka þátt í nýju tilraunaverkefni þar í landi. Kúabúin verða öll útbúin með sólarrafhlöðum og litlum hauggasorkuverum og er tilgangur verkefnisins að gera kúabúin orkulega óháð umhverfinu, þ.e. að jafnvægi sé á orkunotkun þeirra og orkuframleiðslu. Gangi tilraunirnar eftir með jákvæðum hætti er stefnt að því að öll hollensk kúabú verði í orkujafnvægi árið 2020.


Þetta metnaðarfulla verkefni er leitt af “Sustainable Dairy Chain”

sem er hluti af Samtökum Atvinnulífsins í Hollandi. Hollenski mjólkuriðnaðurinn, ásamt styrktaraðilum, hefur þegar lagt mikla fjármuni í orkusparandi aðgerðir og er ætlað að árlega, næstu átta árin, verði varið tugum milljarða til þessa verkefnis!