Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Hollenskir kúabændur í rafmagnsframleiðslu

31.08.2017

Hollenska ríkisstjórnin hefur nú látið afurðafélagið FrieslandCampina fá 200 milljónir evra, litla 25 milljarða íslenskra króna, sem félaginu var hreinlega falið að miðla áfram til félagsmanna sinna gegn því að fjárfest yrði í rafmagnsframleiðslu á kúabúum félagsmannanna. Alls er áætlað að unnt verði að fjárfesta í 416 þúsund fermetrum af sólarrafhlöðum og að þær muni ná að framleiða sem nemur 20% af orkuþörf afurðastöðva FrieslandCampina.

Í dag eru þegar 1.600 af kúabúunum, sem leggja inn hjá FrieslandCampina, með eigin orkuframleiðslu með sólarrafhlöðum og eru þessi bú með samtals um 250 þúsund fermetra af sólarrafhlöðum. Þau bú sem nú verða valin til þátttöku verða fyrst og fremst valin út frá stærð þaka, en gerð er krafa um að hvert bú hafi að lágmarki 1.000 fermetra af þakfleti sem snýr til suðurs. Áætlað er að ekki þurfi nema rétt um 300 kúabú til þessa verkefnis og nemur því fjárfesting ríkisins um 80 milljónum íslenskra króna á hverju búi.

Kúabændurnir sjálfir, sem leggja til þök sín í verkefnið, fá greidda leigu fyrir þök sín auk þess að fá aðgengi að svokallaðri grænni orku án þess að þurfa sjálfir að leggja út eina einustu krónu. Þá fá þeir 10 evrur á ári í bónusgreiðslu, um 1.250 íkr, fyrir hvert tonn af koltvísýringi sem FrieslandCampina sparar með því að nota rafmagn frá viðkomandi búi í stað þess að rafmagn frá öðrum og meira mengandi raforkuframleiðendum/SS.