
Hollenskir kúabændur fá kýrnar bættar
06.03.2017
Evrópuráðið hefur nú samþykkt tillögu hollensku ríkisstjórnarinnar um það hvernig Holland ætlar að mæta kröfum Evrópusambandsins um minni notkun á fosfór en svo það gangi eftir þarf að draga hraustlega úr mjólkurframleiðslu landsins eins og við höfum áður greint frá. Talið er að fækka þurfi hollenskum kúabúum um 1-2 þúsund svo markmið ríkisstjórnarinnar náist.
Til þess að ýta undir þessa þróun hollenskrar mjólkurframleiðslu, hefur ríkisstjórnin nú sett á fót sérstakan sjóð sem greiðir uppbót á sláturverð kúnna en alls geta bændur nú fengið 1.200 evrur aukalega fyrir fallið eða um 135 þúsund krónur! Reyndar geta bændurnir einnig fengið þessa uppbót ef kýrnar eru fluttar úr landi, svo það er ekki skilyrði að þeim sé slátrað. Alls er áætlað að með aðgerð ríkisstjórnarinnar megi fækka hollenskum kúm um rúmlega 100 þúsund, en af all nokkrum hóp er að taka þar sem það voru í landinu um 1,7 milljónir kúa á síðasta ári/SS.