Holland vill láta merkja Halal og Kosher kjöt
07.08.2013
Í Evrópusambandinu er svo kallaðar Halal og Kosher aðferðir við slátrun afar algengar og sýnist sitt hverjum um þessa aðferðir, enda eru skepnurnar því miður ekki alltaf sviptar meðvitund fyrir blóðgun þegar þessari aðferð er beitt. Til þessa hefur ekki verið gerð krafa um að kjöt, sem kemur af skepnum sem hefur verið slátrað með þessum hætti, sé merkt sérstaklega en nú vilja Hollendingar breyta þessu.
Hollenska ríkisstjórnin hefur undanfarið beitt sér nokkuð fyrir því að sett verði lög í Evrópusambandinu sem geri það að skildu að merkja allt kjöt með slátrunaraðferð svo neytendur geti t.d. valið kjöt af skepnum sem sviptar hafa verið meðvitund fyrir blóðgun, líkt og gert er hér á landi og í sumum löndum Evrópusambandsins svo sem Danmörku og Svíþjóð.
Búist er við því að tillagan um skildumerkingar mæti þó mikilli andstöðu og hafa m.a. fulltrúar breskra afurðastöðva nú þegar látið frá sér fara að þar í landi vilji fólk ekki vita með hvaða hætti skepnur eru aflífaðar! Líklega er þó skýringin mun frekar sú að ef almenningur gerði sér grein fyrir því hve oft það leggur sér til munns kjöt af skepnum sem hefur verið slátrað með aðferðum sem byggja á trúarlegum forsendum, þá myndu slíkar upplýsingar leiða til afar neikvæðrar umræðu/SS.