Beint í efni

Holdastigun nautgripa

30.03.2013

Sigtryggur Veigar Herbertsson, kennari við Landbúnaðarháskólann, er fyrirlesari í tólfta pistli vetrarins á vegum Veffræðslu LK. Að þessu sinni er sjónum beint að holdastigun nautgripa. Holdstigun er hornsteinn í bæði fóðrunar- og heilbrigðisráðgjöf víða erlendis og því afar áhugavert að þekkja helstu grunn atriði kerfisins. Hér er á ferð einkar áhugavert efni sem á erindi til allra kúabænda sem og allra ráðunauta og ekki síður dýralækna.

 

Næsta erindi í Veffræðslu LK verður svo á dagskrá erindi Borgars Páls Bragasonar, fagstjóra í nytjaplöntum hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins ehf., en hann mun fjalla um val á áburði og sáðvöru 2013. Áætluð birting er 8. apríl.

 

Ef þú ert nú þegar með aðgengi (lykilorð) að Veffræðslukerfi LK, þá getur þú smellt hér til þess að komast á undirsíðuna með öllum fyrirlestrunum. Ef þig vantar enn lykilorð, sendu okkur þá tölvupóst á skrifstofa@naut.is og þú færð það sent til baka innan tveggja daga. Ef þú getur ekki sent tölvupóst, þá getur þú einnig hringt á skrifstofu LK og óskað eftir lykilorði þar (s. 569-2237)/SS.