Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Holdanautastofninum bjargað?

18.02.2012

Síðasta haust var skipuð nefnd sem hefur það hlutverk að gera tillögur um það með hvaða hætti unnt sé að endurnýja erfðaefni þeirra holdanautakynja sem hér á landi eru en eins og kunnugt er, er stofn þeirra bæði smár og erfðaefnið löngu orðið úrelt. Síðast var flutt inn nýtt erfðaefni árið 1994 og síðan þá hafa kynbætur erlendis verið miklar og vaxtarhraði og fóðurnýting í hérlendri holdanautaframleiðslu í engu samræmi við það sem best gerist erlendis.

 

Í nefndinni eru þau Magnús B. Jónsson og Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir (formaður nefndarinnar), landsráðunautar í nautgriparækt, Auður Lilja Arnþórsdóttir, dýralæknir og Snorri Örn Hilmarsson, holdanautabóndi. Nefndin hefur nú fundað tvívegis og er þriðji fundur nefndarinnar áætlaður fyrir byrjun mars. Að sögn formanns nefndarinnar miðar vinnu hennar vel og er áætlað að skila skýrslu til Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á næstu mánuðum.

  

Nýverið hófst innflutningur á frystu svínasæði hingað til lands svo svínakjötsframleiðslan geti staðist kröfur markaðarins og standa vonir til þess að vinna megi á svipuðum nótum með hin gömlu hérlendu holdanautakyn.

 

Afar brýnt er fyrir íslenska nautakjötsframleiðslu að málið verði unnið hratt enda þörfin orðin afar brýn. Ef sæða á holdakýr með nýju erfðaefni á þessu ári, er ljóst að málið þarf að vera frágengið í byrjun sumars/SS.