Holdanautastofninum bjargað?
18.02.2012
Síðasta haust var skipuð nefnd sem hefur það hlutverk að
Í nefndinni eru þau Magnús B. Jónsson og Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir (formaður nefndarinnar), landsráðunautar í nautgriparækt, Auður Lilja Arnþórsdóttir, dýralæknir og Snorri Örn Hilmarsson, holdanautabóndi. Nefndin hefur nú fundað tvívegis og er þriðji fundur nefndarinnar áætlaður fyrir byrjun mars. Að sögn formanns nefndarinnar miðar vinnu hennar vel og er áætlað að skila skýrslu til Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á næstu mánuðum.
Nýverið hófst innflutningur á frystu svínasæði hingað til lands svo svínakjötsframleiðslan geti staðist kröfur markaðarins og standa vonir til þess að vinna megi á svipuðum nótum með hin gömlu hérlendu holdanautakyn.
Afar brýnt er fyrir íslenska nautakjötsframleiðslu að málið verði unnið hratt enda þörfin orðin afar brýn. Ef sæða á holdakýr með nýju erfðaefni á þessu ári, er ljóst að málið þarf að vera frágengið í byrjun sumars/SS.