Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Holdanautaskýrsla án niðurstöðu

07.02.2013

Undanfarin ár hafa aðalfundir Landssambands kúabænda ítrekað nauðsyn þess að endurnýja erfðaefni holdanautastofnanna á Íslandi, Angus, Limousine og Galloway. Ályktanir um málið voru samþykktar á aðalfundi 2007, 2010 og 2011. Í kjölfar ályktunar aðalfundar 2011 um stöðu nautakjötsframleiðslunnar, setti þáverandi ráðherra landbúnaðarmála á fót starfshóp, sem samkvæmt erindisbréfi dags. 15. september 2011 hafði það hlutverk að „ gera tillögur um hvernig standa megi að því að endurnýja og styrkja holdanautastofn á Íslandi“. Einnig var mælst til að „hópurinn hraðaði störfum sínum“. Nú, rúmlega 16 mánuðum síðar hefur starfshópurinn loks skilað skýrslu.  Í hópnum voru Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir þáverandi landsráðunautur í nautgriparækt, skipuð formaður án tilnefningar, Magnús B. Jónsson, þáverandi landsráðunautur í nautgriparækt, tilnefndur af BÍ, Snorri Örn Hilmarsson, formaður Félags nautakjötsframleiðenda, tilnefndur af BÍ og Auður Lilja Arnþórsdóttir, dýralæknir, tilnefnd af Matvælastofnun. Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir tók síðar sæti Auðar í hópnum.

 

Ástæða er til að fagna því að þessari vinnu sé lokið, þótt seint sé. Það veldur hins vegar vonbrigðum að í skýrslu hópsins eru engar tillögur um hvernig megi standa að því að endurnýja og styrkja holdanautastofnana hér á landi, sem var megin verkefni nefndarinnar samkvæmt skipunarbréfi hennar. Þó er viðurkennt í skýrslunni að „ekki er möguleiki að stunda sjálfbært ræktunarstarf í holdakynjunum þremur því skyldleiki gripa er of mikill“. Það er því mat Landssambands kúabænda að því miður hafi umrætt nefndarstarf misheppnast. Landssamband kúabænda hefur þegar fundað með atvinnuvegaráðherra vegna málsins, þar sem ítarlega var farið yfir þá alvarlegu stöðu sem nautakjötsframleiðslan er í og ræddar tillögur að næstu skrefum í málinu. Að mati samtakanna eru þau eftirfarandi:

 

  • Að endurnýja erfðaefni holdanautastofnanna nú þegar, með skilvirkum, hagkvæmum og öruggum hætti.
  • Koma á EUROP mati fyrir nautakjöt svo fljótt sem verða má.
  • Móta leiðir til að bæta afkomu og nýta þau sóknarfæri sem blasa við, m.a. með aukinni fagþekkingu í greininni.

Þessum atriðum mun Landssambandið fylgja eftir af þunga, hér eftir sem hingað til./BHB

  

 

Skýrsla um Nautakjötsframleiðslu og stöðu holdanautastofnsins á Íslandi

 

Skipunarbréf starfshóps um endurnýjun og styrkingu holdanautastofns á Íslandi