Holdanautabændur fá gripagreiðslu
06.04.2005
Eins og kunnugt er hefur verið unnið markvisst að því að finna leiðir til að tryggja framleiðslu á hágæða nautakjöti. Tókst að afla fjár til þess í árslok 2003 eins og áður hefur verið greint frá. Ljóst er að með tilkomu gripagreiðslna haustið 2006 munu þeir bændur sem stunda holdanautabúskap njóta þeirra greiðslna. Fram að þeim tíma hafa
nú Bændasamtök Íslands fengið fjármagn frá fyrri Búnaðarlagasamningi til að brúa þetta bil. Landbúnaðarráðuneytið hefur þegar veitt Bændasamtökum Íslands heimild til að greiða bændum með 10 skráðar holdakýr eða fleiri á forðagæsluskýrslu haustið 2003 styrk að upphæð 10 þúsund krónur á hverja kú og fengu þeir bændur greiðslu í gær frá Bændasamtökum Íslands. Alls voru greiddir styrkir út á 817 holdakýr til 32 lögbýla.