Hochwald jók veltuna
25.05.2012
Það þekkja etv. ekki margir hér á landi til Hochwald afurðafélagsins en það er öflugt samvinnufélag kúabænda í fjórum löndum Evrópu: Þýskalandi, Frakklandi, Belgíu og Lúxemborg. Í því eru 6.000 kúabændur og árlegt innvegið mjólkurmagn er um 2 milljarðar lítra eða um 333 þúsund lítrar að jafnaði á hvern félagsmann.
Hochwald er með 8 afurðastöðvar en einnig eina kjötvinnslu og hjá félaginu starfa um 1.600 manns. Stærsta afurðastöð Hochwald er í bænum Thalfang í Rhineland-Palatinate héraði í Vestur-Þýskalandi.
Árið 2011 var gott ár fyrir Hochwald en heildarvelta félagsins jókst um 5,1% og var alls 199 milljarðar íkr. Hochwald er með mörg vörumerki á sínum snærum en þekktasta merkið utan heimamarkaðarins er trúlega „Bonny“ vörumerkið, en Bonny eru mjólkurvörur í niðursuðudósum sem fást víða um heim/SS.