Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Hochwald jók veltuna

25.05.2012

Það þekkja etv. ekki margir hér á landi til Hochwald afurðafélagsins en það er öflugt samvinnufélag kúabænda í fjórum löndum Evrópu: Þýskalandi, Frakklandi, Belgíu og Lúxemborg. Í því eru 6.000 kúabændur og árlegt innvegið mjólkurmagn er um 2 milljarðar lítra eða um 333 þúsund lítrar að jafnaði á hvern félagsmann.

 

Hochwald er með 8 afurðastöðvar en einnig eina kjötvinnslu og hjá félaginu starfa um 1.600 manns. Stærsta afurðastöð Hochwald er í bænum Thalfang í Rhineland-Palatinate héraði í Vestur-Þýskalandi.

 

Árið 2011 var gott ár fyrir Hochwald en heildarvelta félagsins jókst um 5,1% og var alls 199 milljarðar íkr. Hochwald er með mörg vörumerki á sínum snærum en þekktasta merkið utan heimamarkaðarins er trúlega „Bonny“ vörumerkið, en Bonny eru mjólkurvörur í niðursuðudósum sem fást víða um heim/SS.