Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Hochwald eflist og eflist

22.01.2013

Þýska afurðafélagið Hochwald, sem er næst stærsta félagið í landinu og er samvinnufélag kúabænda, starfrækir sjö afurðastöðvar í Þýskalandi og eina í Hollandi. Nú liggur fyrir uppgjör ársins 2012 og gekk reksturinn afar vel. Alls jókst velta félagsins um 8% með heildarveltu upp á 1,26 milljarða evra eða um 215 milljarða íslenskra króna. Helstu vöruflokkar Hochwald eru geymsluþolin mjólk (UHT mjólk), fjölbreytt flóra mjólkurdrykkja, ostar, jógúrt og geymsluþolinn rjómi.

 

Undanfarin ár hefur félagið lagt mikla orku í sölu á rjóma í dósum út fyrir landsins steina og hefur átakið skilað afar góðum árangri. Nú framleiðir félagið einnig mjólk í dósum og í sömu afurðastöð er einnig pökkun á pylsum í dósir og selur félagið þennan dósamat til 130 landa!

 

Alls nema útflutningstekjur félagsins 37% og þar af kemur tæplega helmingur frá löndum utan Evrópusambandsins. Nú stefnir félagið á enn frekari ávinninga erlendis en stefnt er að því að hlutfall útflutningstekna nemi 50% á komandi árum. Það verður fróðlegt að fylgjast með árangri þessa áhugaverða félags sem er í eigu um 6.000 búa/SS.