Beint í efni

HM í ostum í Wisconsin

29.03.2012

Hið árlega heimsmeistaramót ostagerðamanna, World Championship Cheese Contest, var haldið í Wisconsin í Bandaríkjunum fyrr á mánuðinum. Sigurvegarar urðu ostagerðafólk í liðinu Team Steenderen frá FrieslandCampina með ost sinn Vermeer en sá ostur fékk alls 98,7 stig. Næstur í röðinni var svissneski osturinn Winzer Kase og fékk hann 98,6 stig svo afar lítill munur var á þessum gæðaostum.

 

Í þessari keppni er keppt í aðal keppninni og svo í 82 ólíkum undirflokkum af ostum og smjörgerðum og er óhætt að segja að heilt yfir þá hafi Bandaríkjamenn hreinsað upp flesta flokka. Alls hlutu Bandaríkin 54 gullverðlaun en næstu lönd í röðinni voru Kanada og Sviss með sín 6 verðlaunin hvor. Eina land Norðurlandanna sem náði gullverðlaunum að þessu sinni var Danmörk en alls fóru 4 gull þangað.

 

Árangur Hollendinga er sérstaklega ánægjulegur í ljósi þess hve yfirburður Bandaríkjamanna voru miklir í þessari keppni. Hægt er að fræðast nánar um þessa keppni áheimasíðu keppninnar: www.worldchampioncheese.org/SS.