Beint í efni

Hleðsla með súkkulaðibragði

03.09.2012

Nýlega hófst framleiðsla á Hleðslu í fernu með súkkulaðibragði en hún er framleidd hjá MS Selfossi. Þróun þessarar nýju afurðar byggir á áratuga langri framleiðslu á Kókómjólk og mikilli og góðri fagþekkingu hjá fagfólki MS í framleiðslunni.
 
Að sögn Björns S. Gunnarssonar, vöruþróunarstjóra MS, var mikil áhersla lögð á að bragðið væri gott en það getur reynst erfitt þegar um er að ræða mjög próteinríka drykki. Hleðslan hefur svo verið kynnt meðal íþróttafólks á undanförnum dögum og hið nýja bragð fengið góða dóma.
 
Hleðsla inniheldur 22 gr. af hágæða íslenskum próteinum og er þetta eini próteindrykku-rinn sem inniheldur eingöngu íslensk prótein. Hleðslan er án hvíts sykurs og án sætuefna en inniheldur þess í stað agave safa. Hún er einnig mjög fitulítil (0,5%) og inniheldur aðeins 65 hitaeiningar í 100 gr, ennfremur er hún mjög kalkrík. Mjólkursykurinn í Hleðslu hefur verið klofinn og því hentar hún vel flestum sem hafa mjólkursykur óþol/SS-Mjólkurpósturinn.