Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Hjartsláttur kúa snareykst fyrir klaufskurð

11.05.2016

Rétt og góð meðferð kúa fyrir klaufskurð skiptir verulega miklu máli en nýleg rannsókn sýnir að því fylgir mikil streyta fyrir kýr, sé ranglega staðið að undirbúningi fyrir þessa annars mikilvægu aðgerð. Erlendis, á kúabúum þar sem nythæð kúa er rúmlega 12 þúsund lítrar á kúna, eru klaufir snyrtar að lágmarki þrisvar á ári og fleiri og fleiri eru farnir að gera þetta ársfjórðungslega. Sænskir vísindamenn gerðu rannsókn á líðan kúa á 12 búum og skoðuðu sérstaklega hjartslátt kúnna fyrir klaufskurð en rannsóknin er liður í stórri sænskri rannsókn sem ætlað er að draga fram alla helstu streituvaldandi þætti á mjólkurkýr dagsins í dag.

 
Í ljós kom að þegar kýr eru t.d. reknar til mjalta þá eykst hjartsláttur þeirra ekki neitt en þegar kýr eru reknar í átt að klaufskurði þá stígur hjartslátturinn að jafnaði um 20 slög á mínútuna! Vísindamennirnir benda m.a. á, í grein sinni sem birtist í tímaritinu Journal of Dairy Science í mars sl., að til þess að draga úr streitu kúnna og því álagi sem þær lenda í fyrir klaufskurð þá þurfi að reka þær hægt áfram og gefa þeim tíma til þess að jafna sig. Einnig að hafa þær eins mikið í hóp og hægt er, þar finni þær fyrir öryggi og slaki betur á/SS.