Hjálpartæki við beiðslisgreiningu
22.02.2013
Í nágrannalöndunum nýta bændur margvísleg hjálpartæki við beiðslisgreiningu. Í meðfylgjandi kynningarmyndböndum Viking Genetics í Danmörku er farið yfir notkun á annars vegar Tailpaint litamerkingum og hins vegar Kamar merkingum. Báðar þessar vörur má fá í vefverslun Viking Genetics í Danmörku. Landssambandi kúabænda er ekki kunnugt um að þær séu fáanlegar hér á landi en slíkt væri vissulega mjög æskilegt. Er hér með skorað á þá aðila sem selja rekstrarvörur til bænda að taka þær í sölu við fyrstu hentugleika./BHB
Kynningarmyndband á Tailpaint litamerkingum
Kynningarmyndband á Kamar litamerkingum