Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Hið þýska DMK stefnir á útflutning

11.05.2012

Fyrir rétt rúmu ári varð til félagið DMK í Þýskalandi þegar þrjú samvinnufélög kúabænda voru sameinuð og úr varð stærsta afurðafélag Þýskalands. Nú er samruninn að mestu að baki og félagið farið að fikra sig inn á svipaða braut og önnur stór afurðafélög í Evrópu, þ.e. útflutning mjólkurafurða.

 

Líkt og margar aðrar afurðastöðvar stefnir DMK á útflutning til Mið-Austurlanda og Asíu en einnig Suður-Ameríku. Þá lítur Norður-Afríkumarkaðurinn út fyrir að vera áhugaverður fyrir félagið. Sú afurð sem DMK mun setja mestan kraft í útflutning á er mysupróteinduft, sem félagið framleiðir í samvinnu við Arla í afurðastöð DMK í Nordhackstedt í Schleswig-Holstein héraði í Norður-Þýskalandi.

 

DMK er stytting á nafninu Deutsches Milchkontor GmbH og vinnur það árlega úr um 6,7 milljörðum lítrum af mjólk í 23 afurðastöðvum. Gömlu samvinnufélögin eru enn til og eru kúabændurnir félagar í þeim. Þar er stærst félagið Nordmilch eG með u.þ.b. 7.000 kúabændur. Næst stærst er Humana Milchuninon eG með 5.300 kúabændur en minnst er félagið Bad Bibra eG með 100 kúabændur/SS.