Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Heyskapur gengur vel í Króatíu

01.05.2013

Þó enn sé snjór víða á túnum hér á landi er hafinn heyskapur sunnarlega í Evrópu. Í Króatíu hófst sláttur í lok apríl, sem er venjulegur heyskapartími þar í landi. Kúabændur þar eru oftast með ítalskt rýggresi í túnum sínum og ná að slá það oft yfir sumarið. Í fyrra gekk reyndar illa og náðist víða eingöngu ein uppskera vegna mikilla þurrka. Slátturinn í ár hefur gengið vel og uppskera góð, enda hefur verið hlýtt í Króatíu undanfarið.

 

Á mörgum kúabúum í Króatíu tíðkast að vera með hvíts- eða refasmára í túnunum og um þessar mundir er vöxturinn kominn í um 50 cm! Oft tíðast á þessum slóðum að taka fyrstu uppskeru af túnunum og svo plægja hluta þeirra og sá svo maís í akrana. Maísinn nær að fullþroskast fyrir veturinn og því næst með þessu móti bæði góð grasuppskera og einnig maís/SS.