Beint í efni

HESTAR eftir Pétur Behrens

20.02.2018

Fyrir nokkru kom út bókin HESTAR, myndir og texti eftir Pétur Behrens.

Pétur er löngu landsþekktur myndlistarmaður en jafnframt virtur fyrir hrossarækt sína og fjallar bókin fyrst og fremst um hesta.

Hverri mynd fylgir texti á þrem tungumálum, sem gefur innsýn í hugarheim listamannsins og hvað liggur að baki myndefninu.

Bókin í heild er listaverk sem sómir sér vel á hverju menningarheimili auk þess sem hún er frábær landkynning og lofsöngur um íslenska hestinn, sem á stöðugt vaxandi vinsældum að fagna um víða veröld.

Nánari upplýsingar um bókina á ensku má finna hjá Iceland Review á slóðinni