Beint í efni

Herdís Magna Gunnarsdóttir kjörin formaður Landssambands kúabænda

06.11.2020

Nú rétt í þessu lá niðurstaða í formannskjöri Landssambands kúabænda (LK) fyrir, en kosið var í embættið á aðalfundi samtakanna sem nú er í gangi. Herdís Magna Gunnarsdóttir frá Egilsstöðum á Héraði var kjörin  formaður og hlaut 24 atkvæði en mótframbjóðandi hennar, Þröstur Aðalbjarnarson á Stakkhamri í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, 4 atkvæði.

Herdís er 33 ára og býr á Egilsstaðabúinu með manni sínum Sigbirni Þór Birgissyni og drengjum þeirra tveim.