Beint í efni

Herdís Magna endurkjörin formaður Landssambands kúabænda

09.04.2021


Nú rétt í þessu lauk kosningu til formanns og stjórnar LK og var Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum, sem var sú eina sem hafði gefið kost á sér sem formaður samtakanna, endurkjörinn með 29 atkvæðum af 29.

Í stjórn voru kosin:

 • Rafn Bergsson, Hólmahjáleigu, 28 atkvæði
 • Bessi Freyr Vésteinsson, Hofsstaðaseli, 27 atkvæði
 • Sigurbjörg Ottesen, Hjarðarfelli, 26 atkvæði
 • Vaka Sigurðardóttir, Dagverðareyri, 25 atkvæði

Davíð Logi Jónsson, Arnar Árnason, Ingvar Björnsson, Guðrún Eik Skúladóttir, Jón Elvar Gunnarsson og Hákon Bjarki Harðarson fengu öll eitt atkvæði hver.

Varamenn í stjórn voru kjörin:

 1. varamaður: Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir,  Stóru-Mörk
 2. varmaður: Guðrún Eik Skúladóttir, Tannstaðabakka

Í ljósi samþykktar fundarins á breytingum á félagskerfi bænda mun kjörin stjórn LK taka við sem stjórn búgreinadeildar kúabænda innan BÍ þegar sameining verður um mitt þetta ár.

Búnaðarþingsfulltrúar LK fyrir aukabúnaðarþing 10. júní nk. verða:

 • Herdís Magna Gunnarsdóttir, sjálfkjörin sem formaður LK
 • Bessi Freyr Vésteinsson, Hofsstaðaseli
 • Berglind Hilmarsdóttir, Núpi 3
 • Rafn Bergsson, Hólmahjáleigu
 • Sigurbjörg Ottesen, Hjarðarfelli