Beint í efni

Herdís Magna endurkjörin formaður

04.03.2022

Búgreinaþingi búgreinadeildar kúabænda sem ber nú nafnið búgreinadeild Nautgripabænda BÍ (NautBÍ) var slitið klukkan 16.30 í dag. Herdís Magna Gunnarsdóttir var þar endurkjörin sem formaður Nautgripabænda BÍ til næstu tveggja ára.

 

Stjórn Naut BÍ var sömuleiðis endurkjörin til eins árs og samanstendur stjórnin því áfram af:

Bessa Frey Vésteinssyni, Hofsstaðaseli

Rafni Bergssyni, Hólmahjáleigu

Sigurbjörgu Ottesen, Hjarðarfelli

Vöku Sigurðardóttur, Dagverðareyri


Samþykkt var á þinginu að fjölga varamönnum í stjórn upp í þrjá einstaklinga.
Varamenn stjórnar eru í réttri röð:

  1. Guðrún Eik Skúladóttir, Tannstaðabakka
  2. Sigrún Hanna Sigurðardóttir, Lyngbrekku
  3. Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, Stóru-Mörk


Óskum við þeim öllum hjartanlega til hamingju!