Beint í efni

Helstu niðurstöður skýrsluhaldsins

12.03.2013

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, fagstjóri búfjárræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf., er fyrirlesari í ellefta pistli vetrarins á vegum Veffræðslu LK og fjallar hún um helstu niðurstöður skýrsluhaldsins 2012 í erindi sínu. Þetta er svo sannarlega fyrirlestur sem á erindi til allra sem hafa áhuga á skýrsluhaldinu í nautgriparækt.

 

Næsta erindi í Veffræðslu LK verður svo á dagskrá 25. mars en þá mun Sigtryggur Veigar Herbertsson, aðbúnaðarfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, fjalla um holdastigun kúa.

 

Ef þú ert nú þegar með aðgengi (lykilorð) að Veffræðslukerfi LK, þá getur þú smellt hér til þess að komast á undirsíðuna með öllum fyrirlestrunum. Ef þig vantar enn lykilorð, sendu okkur þá tölvupóst á skrifstofa@naut.is og þú færð það sent til baka innan tveggja daga. Ef þú getur ekki sent tölvupóst, þá getur þú einnig hringt á skrifstofu LK og óskað eftir lykilorði þar (s. 569-2237). Þess má til gamans geta að nú þegar hafa 193 aðilar fengið sent lykilorð að Veffræðslukerfi LK/SS.