Beint í efni

Helstu atriði greiðslumarksreglugerðar 2013

02.01.2013

Ráðuneyti atvinnuvega setti skömmu fyrir jól, reglugerð um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og beinar greiðslur til bænda verðlagsárið 2013. Helstu atriði reglugerðarinnar eru að greiðslumark mjólkur á þessu ári verður 116 milljónir lítra, sem er aukning um 1,5 milljónir lítra frá síðasta ári. Beingreiðslur verða 45,75 kr/ltr og gripagreiðslur að jafnaði 5,41 kr/ltr. Hlutfallsleg skipting C-greiðslna milli mánaða verður óbreytt frá fyrra ári, 10% í júlí, 15% í ágúst og september og 20% í október, nóvember og desember. Óframleiðslutengdur stuðningur er 183 milljónir kr og skal ráðstafað með eftirfarandi hætti: 92,9 milljónum skal varið til gras- og grænfóðurræktar, eftir reglum sem BÍ setja. 51,8 milljónir fara í kynbótaverkefni (skýrsluhald og mjólkursýni úr einstökum kúm), 25,7 milljónir til nýliðunar í stétt mjólkurframleiðenda og 12,6 milljónir renna til rannsókna og þróunar í nautgriparækt./BHB

 

Reglugerð 1084/2012 um greiðslumark mjólkur 2013