Beint í efni

Helsta innflutta hráefnið til kjarnfóðurgerðar hefur lækkað verulega

28.01.2005

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands og útreikningum LK lækkaði innkaupsverð fóðurs til innflytjenda þess verulega á síðari hluta síðasta árs, eða á bilinu 17-30% eftir tegundum. Jafnframt lækkaði flutningskostnaður á fóðri til landsins verulega á sama tímabili eða á bilinu 18-27% eftir fóðurtegundum. Verð á fóðri getur verið

nokkuð misjafnt í innkaupum, en athygli vekur þó að bygg lækkaði jafnt og þétt allt síðasta ár.

 

Verð á maís, sem er hlutfallslega mest notaða hráefnið í kjarnfóður fyrir kýr, var nokkuð breytilegt á árinu en var í nóvember lægra en í upphafi ársins. Þá er sömu sögu að segja um innkaupsverð á hveiti til fóðurgerðar. Þessar þrjár meginstoðir innflutts fóður fyrir búfé hérlendis hafa því allar lækkað í innkaupum á árinu 2004. Rétt er að benda á að samkvæmt tölum Hagstofunnar var ekki fluttur maís til landsins í október sl.

 

Þá má sjá á meðfylgjandi mynd þróun flutningskostnaðar og trygginga frá miðju ári 2004 til nóvember 2004. Þar kemur greinilega fram lækkandi kostnaður við flutninga á fóðri til landsins, sem að líkindum má skýra með lækkuðu gengi dollars.

 

Með því að smella á myndirnar má sjá þær í fullri stærð.