Hella hækkar verð á nautgripakjöti um 2,5%
13.03.2012
Í gær hækkaði Sláturhúsið Hellu hf afurðaverð til bænda um 2,5% að jafnaði. Hækkunin á UN úrval og UN 1 er 15 kr/kg, UN 2 og K flokkar hækka um 10 kr/kg og verð á kálfakjöti er óbreytt. Verðlista sláturleyfishafa má sjá með því að smella á hlekkinn hér neðst í pistlinum./BHB