Beint í efni

Hella greiðir hæsta verð öllum flokkum – SS greiðir 2% uppbót

23.01.2006

Miklar sviptingar hafa verið á kjötmarkaði í dag. Sláturhúsið á Hellu hækkaði verðið umtalsvert og greiðir nú hæsta verð í öllum flokkum nautgripakjöts. Þá gaf SS út að þeir innleggjendur sem leggja inn afurðir fyrir 30.000 krónur eða meira fengju greidda 2% uppbót á innlegg í janúar-apríl 2006. Þess ber þó að geta að álagið er ekki greitt fyrr en 19. maí n.k.

Með þessum aðgerðum fór Hella á topp verðlíkans LK og er SS nú í öðru sæti þess.