Beint í efni

Heldur slök sala á mjólkurvörum í febrúar

29.03.2011

Sala á mjólkurvörum í febrúarmánuði var heldur minni í ár en á sama tíma í fyrra, samdráttur á próteingrunni var 4,41% en 7,25% á fitugrunni. Ostur var eini vöruflokkurinn sem sýndi aukningu, samdráttur var í öðrum flokkum. Skýringin á mun minni fitusölu er vafalítið sú að í ár var bolludagur í marsmánuði en hann var í febrúar 2010. Þá átti nokkur hömstrun sér stað síðustu daga janúarmánaðar vegna verðbreytinga 1. febrúar. Þegar litið er til síðustu 12 mánaða er samdráttur í sölu á próteingrunni 1,02%, heildarsalan er 114,7 milljónir lítra, eða 1.300 þús. lítrum undir greiðslumarki yfirstandandi árs. Á fitugrunni er samdráttur í 12 mánaða sölu 0,62%, heildarsalan er 110,5 milljónir lítra.