Heldur hátt verð á leðri uppi slátrun nautgripa?
05.08.2004
Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var fullyrt að milljónum gripa væri slátrað um heim allan vegna leðurframleiðslunnar einnar og sér. Landssamband kúabænda hafnar algerlega þessari fullyrðingu og samkvæmt upplýsingum LK eru ekki þekkt dæmi um að nautgripir séu aldir eingöngu vegna skinnaframleiðslunnar einnar og sér. Heimsmarkaðsverð nautgripaskinna (hráefni leðursins) hefur verið lágt í mörg ár og má nefna því til stuðnings að fyrstu sex mánuði þessa árs nam afurðaverðmæti nautgripakjötsframleiðslunnar hérlendis rúmum 500 milljónum króna, en afurðaverðmæti skinnanna um 1 milljón króna eða um 0,2%.