Heldur dregið úr innvigtun mjólkur
16.10.2012
Samkvæmt nýju söluyfirlit Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, var 12 mánaða sala (október 2011 – september 2012) á próteingrunni 114,7 milljónir lítra, það er 0,7% aukning miðað við sama tímabil árið á undan. Sala á fitugrunni undanfarna 12 mánuði nam 112,8 milljónum lítra, sem er 1,6% aukning frá fyrra ári.
Það sem af er árinu nemur innvigtun mjólkur 96,4 milljónum lítra sem er 1,6 milljón lítrum meiri innvigtun en á sama tíma í fyrra. Þó var innvigtunin minni í bæði ágúst (-4,9%) og september (-8,0%), en þar sem innvigtunin fyrr á árinu var einkar mikil vegur hún upp minni innvigtun síðustu tvo mánuði/SS.