Beint í efni

Heldur aukin viðskipti með greiðslumark

06.05.2010

Á tímabilinu 16. mars til 15. apríl voru tilkynnt aðilaskipti á 255.472 ltr. af greiðslumarki í mjólk. Það er heldur líflegra en verið hefur undanfarna mánuði en alls hefur tæp 1,1 milljón lítra skipt um eigendur það sem af er verðlagsársins. Ef litið er til síðustu ára er það með allra minnsta móti. Meðalverð á síðustu 500.000 lítrum er nú 231,65 kr/ltr. Það jafngildir 308,86 kr/ltr á 12 mánaða greiðslumarki.

Hægt er að sjá viðskipti með greiðslumark undanfarin ár á vef Bændasamtaka Íslands.