Beint í efni

Heimsmarkaðsverðið stöðugt

20.09.2017

Í gær lauk uppboði hjá GDT, Global Dairy Trade, en þar eru mjólkurvörur boðnar upp á tveggja vikna fresti. Heimsmarkaðsverðið hækkaði í viðskiptunum í gær um 0,9% en síðustu mánuði hefur verðið verið nokkuð stöðugt og annað hvort lækkað lítillega eða hækkað.  Sem stendur er markaðurinn því í ágætu jafnvægi og er nokkuð langt síðan heimsmarkaðsverðið hefur haldist jafn stöðugt. Verðþróun á einstökum afurðum er þó afar misjöfn og sem fyrr voru það fituríkari mjólkurvörunar sem skiluðu mestri hækkun en próteinríkari vörur gáfu eftir í verði.

Hægt er að kynna sér nánar niðurstöður uppboðsmarkaðarins með því að smella hér/SS