Beint í efni

Heimsmarkaðsverð mjólkurvara lækkar

28.07.2011

Undanfarna mánuði hefur heimsmarkaðsverð mjólkurvara verið heldur á niðurleið eftir að hafa toppað í apríl. Á síðsta uppboðsmarkaði var meðalverð á öllum sölusamningum 3.796 dollarar tonnið (um 437 þúsund krónur) sem er 5,1% lækkun frá síðasta uppboði.

 

Mest lækkun varð á mjólkurdufti eða um 12,5% en minnst á kaseini eða um 1,4%. Undanrennuduft lækkaði um 5,2% og mysuduft um 4%. Verðið á hinum alþjóðlega markaði er nú áþekkt því sem það var á sama tíma í fyrra. Næsta uppboð verður haldið í byrjun ágúst/SS.